Geiri3d: The MATRON.
 
 
Nýleg skrif

5 nóvember 2003

The MATRON.

MatrixVsTRON.JPG

Núna fer að koma í bíó síðasta Matrix myndin,
og í tilefni þess ætla ég að skrifa um fyrstu Matrix myndina, TRON.

TRON og Matrix eru nefnilega ansi líkar þegar maður fer að bera þær saman:
Báðar fjalla um baráttu mannsinns gegn einhverskonar gervigreind.
Báðar hafa aðalpersónu(Neo/Flynn) sem er einskonar Guð í tölvuheiminum.
Bæði Neo og Flynn lífga konurnar Trinity/Yori við í myndunum...
...og svo mætti lengi telja.

TRON MATRIX mini.jpg
"Neo væri flottur á móti TRON diskunum"

En það sem gerir þetta skemmtilegt er að TRON gæti verið Prequel af Matrix,
það er að hún gæti gerst lögu áður en að tölvurnar tóku völdin í Matrix myndunum.
Því að í TRON þá er the MCP(Master Control Program) einmitt að byrja að reyna
að taka völdin af mannfólkinu, og minnir persónuleikinn sem MCP er gædd mig mikið
á Agent Smith úr Matrix.
Það skildi þó aldrei vera að þeir væru skyldir..?

MCPogSmith.jpg
"Ættarsvipur með þeim..?"

Svo að fyrir þau ykkar sem fáið ekki nóg eftir að hafa séð Matrix Revolutions,
þá mæli ég eindregið með að þið kíkið á fyrstu Matrix myndina (Ma)TRON,
og svona til að gera þetta aðeins meira visual fyrir ykkur,
þá er hérna kvikmyndaplakat fyrir The MATRON ;o)

Smelltu á myndina
til að sjá plakatið!

MATRON mini.JPG

Góða skemmtun.



Geiri3D skrifaði 05.11.03 15:45 | (Tracback)
10 Ummæli

Þú ættir að líta á myndina "Dark City"

Dabbi skrifaði 6 nóvember 2003, kl. 21:41

Mér segir svo hugur... að ég ætli að sjá ma-Tron...

Agli skrifaði 6 nóvember 2003, kl. 21:58

Þetta er allsekki nýtt.
Kaþólska kirkjan gerði þetta á miðöldum (gætu sosem verið að enn) seldu þá syndaaflátsbréf til ríkra.

550 skrifaði 6 nóvember 2003, kl. 22:30

skondið ummæli mín fóru í vitlausan hluta

550 skrifaði 6 nóvember 2003, kl. 22:31


Ég var aldrei búinn að pæla í því hversu ótrúlega líkar Dark City og The Matrix eru. Það er bara ekki fyndið. Reyndar man ég eftir því þegar ég horfði á Dark City á DVD með audio commentary að undir...

Lesið meira hér.

www.fresnik.com, 7 nóvember 2003, kl. 09:49

Á eftir að sjá nýju matrix myndina, en Tron? :o Kannast einhvern veginn ekki við það. Það þarfnast nánari skoðunnar í samráði við afkvæmin.
Takk Geiri, góð síða.

Kveikjaramaðurinn skrifaði 8 nóvember 2003, kl. 14:37

hvað í andskotans helvitinu eruð þið að tala um maRrh OMFG eruð þið algerir NJERÐIR OMFG dark hvað matrix hvað

he he he he skrifaði 9 nóvember 2003, kl. 15:42


robertfrost

Lesið meira hér.

robertfrost, 8 apríl 2006, kl. 01:50


foxy

Lesið meira hér.

foxy, 8 apríl 2006, kl. 14:37


traci

Lesið meira hér.

traci, 8 apríl 2006, kl. 17:49

Bæta við ummælum (URL autolinkuð, ekkert HTML)









Muna eftir mér?