Geiri3d
 
 
Nýleg skrif

7 júní 2005

Ökukvenréttindi

saudiwoman.jpg

Jæja stundum skrifa ég um kvenréttindi, eins og í þessari grein fyrir næstum 2 árum síðan. Og í dag ætla ég líka að skrifa um kvenréttindi, nánar tiltekið ökuréttindi kvenna í saudi arabíu, en flestir þekkja það land sökum olíunnar sem við fáum þaðan. Lítið er talað um réttindi kvenna þar, en það vill nefnilega svo til að kvenmenn mega ekki keyra þar. Árið er 2005 og kvenmenn mega ekki keyra bíla í saudí arabíu. Soldið spes finnst þér ekki?

Ég skrifa þetta bara núna sökum þess að ég rakst á grein á ABCnews, um araba að nafni Mohammad al-Zulfa sem lét sér detta í hug að stinga upp á því við þingið þarna í Riyadh að kanna hvort það væri ástæða til að endurskoða ökubann kvenna.

Og auðvitað varð allt vitlaust, eða eins og skrifað var í grein í Al-Watan "Driving by women leads to evil, Can you imagine what it will be like if her car broke down? She would have to seek help from men"

Þetta er kannski ekki svo skrýtið miðað við að í sama landi mega kvenmenn ekki ferðast, læra eða fá sér vinnu nema fá skriflegt leyfi frá "male guardian"...

*Viðbót!
Ítalir eru greinilega ekkert mikið skárri:
http://www.stuff.co.nz/stuff/0,2106,3305633a4560,00.html


Geiri3D skrifaði kl. 16:03

1 júní 2005

Mr. UFO

yahwehUFO.jpg

Rakst á skemtilegan kall á netinu sem er að valda ursla í USA þessa dagana.

Smelltu hér til að sjá vídeó með honum:
http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=1350

Meira um kappann hér:
http://www.prophetyahweh.com


Geiri3D skrifaði kl. 13:30

11 maí 2005

Laaaaaatur....

laaaatur.jpg

Ég held að það verði að segjast eins og er, að ég er bara í einhverju blogg-leti-stuði þessa dagana... Hef ekkert skrifað í langan langan tíma. En núna fer að líða að sumarfríinu mínu og þá næ ég kannski að slappa af og detta í gírinn aftur, anyway mér fannst ég bara þurfa að skrifa eitthvað, þó svo að það væri bara til að láta vita að ég er en á lífi :p


Geiri3D skrifaði kl. 21:43

18 febrúar 2005

Kvikmyndagetraun

Hverereg.jpg
"Þekkirðu þessa menn..?"

Jæja þá er loksins kominn tími á kvikmyndagetraun, ég ég búinn að fá mörg mörg mörg email þar sem er verið að biðja mig um að vera með kvikmyndagetraun, svo að ég ákvað að smella einni inn.

Engin verðlaun í þessari,
en engu að síður skemmtileg getraun,
vonandi.


Myndin að ofan er samsett úr 3 þekktum leikurum,
sem ég vil vita hverjir þeir eru.

Smá vísbending, þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa leikið í kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum sem byrja á fjórum sömu bókstöfunum. ;o)

Svo að þessu sinni spyr ég um tvo hluti "Hverjir eru mennirnir?" Og "Hvaða fjórir bókstafir eru þetta?"

SVAR KOMIÐ HÉR AÐ NEÐAN.
Down pila.JPG


Geiri3D skrifaði kl. 11:21

16 febrúar 2005

Smart þjófavörn

rotundus.jpg

Frá fólkinu sem færði þér IKEA kemur nýjasta tískan í þjófavörnum, eltikúlan! Upprunalega hönnuð af vísindamönnum við háskólann í Uppsölum til notkunar á Mars, en hefur núna fundið sér nýtt líf, sem þjófavörn.

rotundus2.jpg

Eltikúlan getur nefnilega ferðast á yfir 30 kílómetra hraða á klukkustund(hraðar en maður getur hlaupið), hún er með innbyggðar myndavélar, hljóðnema, hita og hreyfiskynjara, og getur ferðast yfir sand, snjó, mold og vatn. Og er tilvalin til að elta uppi innbrotsþjófa, taka myndir af þeim og gera lögreglu viðvart.

Að vísu á eltikúlan erfitt með að ferðast upp stiga og tröppur, en þetta er í það minnsta tilvalið til að elta uppi innbrotsþjófa í hjólastól :)

Fleiri myndir og vídeó af græjunni er hægt að nálgast með því að smella hér.


Geiri3D skrifaði kl. 11:15

31 janúar 2005

"Star Wars III" trailer

Jæja þá er best að maður fari að skrifa smá aftur,
og ég ætla að byrja þetta á skemtilegum "Star Wars" trailer sem ég rakst á.

Smelltu á myndina til að spila trailerinn.











Quicktime þarf til að sjá þetta.

Tjáðu þig :)
Down pila.JPG


Geiri3D skrifaði kl. 17:54

7 janúar 2005

Latur...

latur.jpg

Búinn að vera frekar latur í að skrifa upp á síðkastið, en lofa að bæta úr því á næstunni. Meðal annars samantekt á árinu sem leið, eins og ég gerði í fyrra.


Geiri3D skrifaði kl. 16:11

22 desember 2004

Constantine

Bara örstutt í dag, rakst á trailer fyrir mynd sem lítur út fyrir að geta verið nokkuð góð, þó svo að Keanu Reeves leiki í henni :)











Quicktime þarf til að sjá þetta.

Tjáðu þig!
Down pila.JPG


Geiri3D skrifaði kl. 11:21